• fös. 30. apr. 2021
  • Fræðsla

Rafrænt málþing um rafleiki/rafíþróttir og íþróttahreyfinguna

ÍSÍ heldur rafrænt málþing um rafleiki/rafíþróttir og íþróttahreyfinguna sem verður haldið mánudaginn 3. maí. 

Fjallað verður um málið út frá ýmsum sjónarhornum og má sjá dagskrá málþingsins hér að neðan. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í málþinginu geta skráð sig hér:

Skráning

Vegna sóttvarnaráðstafanna verður málþingið rafrænt og streymt á Facebook.

Beint streymi

Dagskrá

Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, opnar málþingið

Birkir Smári Guðmundsson, lögfræðingur ÍSÍ
Lagarammi íþróttahreyfingarinnar gagnvart rafleikjum/rafíþróttum

Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðamiðstöðinni
Rafíþróttir barna og unglinga

Ólafur Hrafn Steinarsson, Rafíþróttasamtökum Íslands
Rafíþróttir á Íslandi

Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur frá Háskóla Íslands
Passar ferningur í hring?

Stefán Sveinn Gunnarsson, sviðsstjóri á markaðssviði KSÍ
KSÍ – Okkar sýn á rafíþróttir

Halldór Steinsson, íþróttafulltrúi Fylkis
Uppbygging rafíþrótta innan íþróttafélags

Óttar Guðmundsson geðlæknir

Melína Kolka Guðmundsdóttir, ein af stofnendum TÍK, tölvuleikjafélag Íslenskra kvenna, varaformaður RÍSÍ
Konur og rafíþróttir