• þri. 27. apr. 2021
  • Landslið
  • A kvenna

Dregið í undankeppni HM 2023 á föstudag

Á föstudag kemur í ljós hvaða lið A kvenna mætir í undankeppni HM 2023, en lokakeppnin fer fram í Ástraliu og á Nýja Sjálandi.

Drátturinn hefst kl. 11:30 og verður hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu á vef UEFA.

Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki í drættinum ásamt Belgíu, Sviss, Austurríki, Skotlandi, Rússlandi, Finnlandi, Wales og Portúgal, en styrkleikaflokkarnir eru sex og liðin 51 talsins. Dregið verður í níu riðla, þrír riðlar innihalda fimm lið og sex riðlar sex lið.

Undankeppninni er skipt í tvo hluta. Riðlakeppnin fer fram á einu ári, frá september 2021 til september 2022 og umspilið verður svo leikið í október 2022. Þau níu lið sem vinna sína riðla komast beint áfram í lokakeppnina. Liðin níu sem enda í öðru sæti síns riðils fara í umspil í október þar sem leikið verður um tvö laus sæti í lokakeppninni, ásamt einu sæti í sérstakri umspilskeppni þar sem þjóðir frá öllum heimsálfum taka þátt og keppa um þrjú laus sæti í lokakeppninni.

Umspilskeppnin

Leikið er um þrjú laus sæti í lokakeppninni og mun keppnin fara fram í Ástralíu og á Nýja Sjálandi. Tíu þjóðir taka þátt í keppninni og skiptast þau svona niður:

2 frá Asíu

2 frá Afríku

2 frá Suður Ameríku

2 frá Mið Ameríku

1 frá Eyjaálfu

1 frá Evrópu

Fjórar þjóðir verða í efri flokki og verða þær valdar út frá heimslista FIFA. Liðunum verður skipt niður í þrjá riðla og er eitt sæti í lokakeppninni í boði í þeim öllum. Lið frá sömu heimsálfu geta ekki dregist saman í riðil.

Riðill 1

Þrjú lið verða í riðlinum. Þjóðin sem er efst í efri flokknum mætir sigurvegara leiks hinna tveggja liðanna í riðlinum, en þau verða bæði í neðri flokki. Sigurvegari seinni leiksins tryggir sér sæti í lokakeppninni.

Riðill 2

Þrjú lið verða í riðlinum. Þjóðin sem er í öðru sæti í efri flokknum mætir sigurvegara leiks hinna tveggja liðanna í riðlinum, en þau verða bæði í neðri flokki. Sigurvegaeri seinni leiksins tryggir sér sæti í lokakeppninni.

Riðill 3

Fjögur lið verða í riðlinum. Þjóðirnar sem eru í þriðja og fjórða sæti í efri flokknum mæta tveimur þjóðum í neðri flokk. Sigurvegarar þeirra leikja mætast svo í úrslitaleik um laust sæti í lokakeppninni.

Styrkleikaflokkarnir fyrir undankeppni HM 2023

Pottur 1

Holland

Þýskaland

England

Frakkland

Svíþjóð

Spánn

Danmörk

Ítalía

Noregur

Pottur 2

Belgía

Sviss

Austurríki

Ísland

Skotland

Rússland

Finnland

Portúgal

Wales

Pottur 3

Tékkland

Úkraína

Írland

Pólland

Slóvenía

Rúmenía

Serbía

Bosnía og Hersegóvína

Norður Írland

Pottur 4

Slóvakía

Ungverjaland

Hvíta Rússland

Króatía

Grikkland

Albanía

Norður Makedónía

Ísrael

Aserbaídsjan

Pottur 5

Tyrkland

Malta

Kosovó

Kasakstan

Moldóva

Kýpur

Færeyjar

Georgía

Lettland

Pottur 6

Svartfjallaland

Litháen

Eistland

Lúxemborg

Armenía

Búlgaría