• mið. 21. apr. 2021
  • Landslið

KSÍ vann Lúðurinn

Íslensku auglýsingaverðlaunin (Lúðurinn) fyrir árið 2020 voru afhent á dögunum og var KSÍ tilnefnt í tveimur flokkum - annars vegar í flokknum "Umhverfisauglýsingar" og hins vegar í flokknum "Mörkun". Það eru ÍMARK, sam­tök ís­lensks markaðsfólks, í sam­ráði við Sam­band ís­lenskra aug­lýs­inga­stofa (SÍA), sem standa að verðlaun­un­um, sem voru veitt í 35. sinn í ár.

Skemmst er frá því að segja að KSÍ varð hlutskarpast í flokknum "Mörkun" og hlaut þar með Lúðurinn 2020, sem er stór viðurkenning og ljóst af viðtökunum og viðbrögðum stuðningsmanna landsliðanna að vel hefur tekist til. Áður hafði ný ásýnd landsliðanna hlotið hin virtu Clio verðlaun sem eru með þeim virtustu á alþjóðavísu.

Tilnefning til Lúðursins 2020 í flokknum "Mörkun" var vegna nýrrar ásýndar landsliða Íslands í knattspyrnu og merkis landsliðanna sem kynnt var á árinu 2020 með útfærslu á landvættunum fjórum. Það er auglýsingastofan Brandenburg sem vann með KSÍ að endurmörkun vörumerkja sambandsins.

Nánar um tilnefningarnar og Lúðurinn 2020

Allt um nýja ásýnd landsliða KSÍ