Verkefnið "Komdu í fótbolta" heldur áfram í sumar
Áframhald verður á verkefninu "Komdu í fótbolta" í sumar en undanfarin tvö ár hefur Siguróli Kristjánsson, oftast kallaður Moli, farið vítt og breitt um landið, heimsótt fjölmarga staði og hitt öflugt fólk í smærri sveitarfélögum um land allt.
Verkefnið verður stærra í sniðum í sumar og fleiri staðir heimsóttir en undanfarin tvö ár. Moli mun áfram hafa umsjón með verkefninu og stendur verkefnið til 15. október. Moli mun heimsækja fjölmarga staði á leið sinni um landið, þar sem Panna-völlurinn sívinsæli verður með í för.
Moli mun áfram hvetja fólk á öllum aldri, á þeim stöðum sem hann heimsækir, til þess að stunda knattspyrnu, unga sem aldna, konur sem karla.
Dagskrá námskeiðsins verður birt hér og uppfærð um leið og dagsetningar og staðsetningar liggja fyrir.
Hægt er að senda tölvupóst á Mola á moli@ksi.is