Ljóst hvaða 16 lið taka þátt í EM 2022
Umspili fyrir lokakeppni EM 2022 er nú lokið og því ljóst hvaða sextán þjóðir taka þátt í keppninni næsta sumar.
Rússland, Sviss og Norður Írland tryggðu sér síðustu þrjú sætin í lokakeppninni með sigrum í umspilinu. Rússar mættu Portúgal, Sviss lék gegn Tékklandi og Norður Írland, sem er að fara á sitt fyrsta stórmót kvennamegin, vann góðan sigur gegn Úkraínu. Ísland hafði þegar tryggt sér sæti á mótinu með því að vera með einn besta árangur liða í 2. sæti síns riðils.
Drátturinn fyrir lokakeppnina fer svo fram þann 28. október í Manchester, Englandi.
Liðin á EM 2022
Austurríki
Belgía
Danmörk
England
Finnland
Frakkland
Holland
Ísland
Ítalía
Norður Írland
Noregur
Rússland
Spánn
Svíþjóð
Sviss
Þýskaland