21 þátttakandi á grunnnámskeiði í markmannsþjálfun
Í marsmánuði síðastliðnum stóð KSÍ fyrir grunnnámskeiði í markmannsþjálfun og var námskeiðið haldið í Hamarshöllinni í Hveragerði. Óhætt er að segja að þátttaka hafi farið fram úr björtustu vonum, en þátttakendur voru 21 talsins og sáu þeir Fjalar Þorgeirsson, Halldór Björnsson og Ólafur Pétursson um kennsluna.
Grunnnámskeið KSÍ í markmannsþjálfun er undanfari að KSÍ B markmannsþjálfunargráðu, sem er ný markmannsþjálfaragráða og stefnt er á að halda næsta vetur.
Öllum sem áhuga hafa á að kynna sér markmannsþjálfaranámskeið er bent á að hafa samband við skrifstofu KSÍ (ksi@ksi.is).