Eins marks tap gegn Ítalíu
A kvenna tapaði 0-1 gegn Ítalíu í fyrri vináttuleik liðanna, en leikurinn fór fram í Coverciano.
Leikurinn var jafn allan tímann og byrjuðu stelpurnar leikinn vel, spiluðu boltanum vel á milli sín en tókst ekki að opna vörn Ítalíu. Staðan var markalaus í hálfleik.
Ítalir skoruðu eina mark leiksins á 72. mínútu, en þar var að verki Arianna Caruso sem kom boltanum framhjá Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í marki Íslands. Ísland setti nokkra pressu á ítölsku vörnina undir lokin, en tókst ekki að koma boltanum í netið. Því var 1-0 sigur Ítala staðreynd.
Þess má geta að þær Karitas Tómasdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir léku báðar sinn fyrsta A landsleik í dag.
Liðin mætast aftur á þriðjudag á sama stað kl. 14:00 að íslenskum tíma, en sá leikur verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.