• mið. 24. mar. 2021
  • Landslið

Ráðinn í sálfræðitengd verkefni og fræðslu til yngri landsliða

KSÍ hefur gengið frá tímabundinni ráðningu Gríms Gunnarssonar í hlutastarf á knattspyrnusvið. Grímur mun starfa við sálfræðimælingar og sálfræðitengda fræðslu til yngri landsliða, auk utanumhalds mæligagna í Soccerlab gagnagrunni KSÍ og annarra verkefna. Um er að ræða framhald á þeim verkefnum sem Grímur hefur unnið með KSÍ síðustu misserin, en Grímur var tilnefndur til nýsköpunarverðlauna forseta Íslands og hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir verkefnið „Sálfræðileg hæfnisþjálfun ungra knattspyrnuiðkenda á Íslandi“.

KSÍ býður Grím velkominn til starfa.