Sækir nám í alþjóðlegri samningagerð og gerðardómsrétti
Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur á skrifstofu KSÍ, verður í námsleyfi frá miðjum september 2021 til loka maí mánaðar 2022. Haukur mun sækja nám í Alþjóðlegri samningagerð og gerðardómsrétti (International contracts and arbitration) við Fribourg-háskóla í Sviss. Um er að ræða nám til LLM gráðu í lögfræði. Haukur sótti sérstaklega um og hlaut skólastyrk frá skólanum (excellence scholarship), en slíkan styrk hljóta 10 nemendur við skólann ár hvert.
Samhliða náminu mun Haukur áfram sinna hluta sinna starfa fyrir KSÍ og mun KSÍ ráða lögfræðing í hlutastarf á meðan á námi Hauks stendur.