• fim. 11. mar. 2021
  • Fræðsla

Íþróttir barna og unglinga og börn af erlendum uppruna

Út er kominn bæklingurinn Íþróttir barnsins vegna á ensku og heitir hann Sports – for our children. Bæklingurinn kom fyrst út á íslensku árið 2015 og inniheldur bæklingurinn stefnu ÍSÍ í íþróttum barna og unglinga.

Bæklinginn má nálgast á skrifstofu ÍSÍ í prentaðri útgáfu eða fá hann sendann, en einnig má nálgast hann í rafrænni útgáfu hér að neðan:

Rafræn útgáfa

Árið 2018 gáfu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) út bæklinginn Vertu með! á sex tungumálum, en auk íslensku kom bæklingurinn út á ensku, pólsku, tælensku, litháísku og filippseysku. Nú hefur tveimur tungumálum verið bætt við, arabísku og víetnömsku.

Markmiðið með útgáfu bæklingsins er að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi. Markhópur efnisins eru foreldrar barna og ungmenna af erlendum uppruna. Í bæklingnum er að finna hagnýtar upplýsingar um starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga landsins.

Sem dæmi má nefna; upplýsingar um æfingagjöld íþróttafélaga, frístundastyrki, mikilvægi þátttöku foreldra og kosti þess að hreyfa sig í skipulögðu starfi. Upplýsingum um tilurð bæklinganna hefur verið komið til sveitastjórna um allt land. Bæklingana er hægt að nálgast á skrifstofum ÍSÍ og UMFÍ eða á rafrænu formi hér fyrir neðan.

Arabíska

Enska

Filippeyska

Íslenska

Litháíska

Pólska

Víetnamska

Tælenska