Afreksæfing KSÍ fór fram á Austurlandi um helgina
Afreksæfingar KSÍ voru á Austurlandi um helgina og fóru æfingarnar fram í Fjarðabyggðarhöllinni.
Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U19 karla, Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari A karla og Fjalar Þorgeirsson, markmannsþjálfari U21 karla, sáu um æfinguna. Tveir hópar æfðu, annars vegar drengir og hins vegar stúlkur.
Sigríður Baxter er tengiliður KSÍ á Austurlandi og er KSÍ innan handar varðandi þjálfun og skipulag á æfingunum.