Uppfærðar reglur um sóttvarnir
Reglur KSÍ um sóttvarnir hafa verið uppfærðar. Uppfærsla 2. mars snýr að neðangreindri málsgrein um miðasölu og skráningu upplýsinga um vallargesti (uppfærslan er skáletruð).
„Miðasala skal eingöngu vera rafræn í gegnum miðasöluappið Stubb eða aðrar rafrænar lausnir. Aðgönguskírteini KSÍ eru ekki í notkun á meðan núverandi takmarkanir eru í gildi. Sé engin miðasala og 50 eða fleiri áhorfendum er veittur gjaldfrjáls aðgangur að knattspyrnuleik, þá þarf heimalið að skrá niður upplýsingar um gesti. Upplýsingar sem skal skrá eru a.m.k. nafn, kennitala og símanúmer. Geyma þarf upplýsingar um áhorfendur í tvær vikur eftir viðburð vegna rakningar. Séu áhorfendur á knattspyrnuleik færri en 50 þá þarf ekki að skrá niður upplýsingar um gesti.“
Reglurnar eru sem fyrr aðgengilegar í heild sinni hér á vefnum.