Mót sumarsins 2021 - Drög að leikjaniðurröðun
Drög að leikjadagskrá í mótum sumarsins hefur verið birt á vef KSÍ. Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða vandlega sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi miðvikudaginn 10. mars á netfangið birkir@ksi.is.
Mjög mikilvægt er að allar óskir/athugasemdir komi í einu lagi frá hverju félagi en ekki frá einstökum þjálfurum. Borið hefur á því að þjálfarar einstakra flokka hafa lagt fram óskir um breytingar á leikjum sem stangast á við aðra viðburði hjá viðkomandi félagi.
Óskir um breytingar skulu vera skýrar og flokkaðar eftir hverjum aldursflokki fyrir sig.
Símatími - minniháttar óskir um breytingar leikja
Hægt er að panta símatíma dagana 10.-12. mars hjá starfsmönnum mótamála (birkir@ksi.is og gulli@ksi.is) þar sem boðið er upp á að uppfæra minniháttar breytingar leikja. Hér er t.d. um að ræða vallarbreytingar og tímabreytingar innan dags. Þau félög sem hyggjast nýta sér þetta þurfa því ekki að senda óskir/athugasemdir um þessi atriði fyrir 11. mars.
Félög eru vinsamlegast beðin um að virða ofangreindan frest svo að vinna við skipulagningu mótanna tefjist ekki.
Hér að neðan er minnislisti sem starfsmenn félaga eru beðnir um að hafa til hliðsjónar við yfirlestur:
Minnislisti
Mótin á vef KSÍ:
https://www.ksi.is/mot/felog/leikir-felaga/
https://www.ksi.is/mot/leikir-og-mot/oll-mot/
https://www.ksi.is/mot/felog/thatttaka-felags/