Jafnréttisstefna og jafnréttisáætlun KSÍ 2021-2023
Jafnréttisstefna og jafnréttisáætlun KSÍ fyrir árin 2021, 2022 og 2023 var samþykkt á stjórnarfundi 18. febrúar 2021.
Í jafnréttisstefnu KSÍ er fjallað um knattspyrnuhreyfinguna í heild sinni. Leiðarljósi stefnunnar og markmiðum er lýst, og fjallað um þær leiðir sem KSÍ hyggst fara til að stuðla að jafnrétti og þeim aðgerðum sem ráðast skal í til að ná settum markmiðum.
Í jafnréttisáætlun KSÍ er fjallað um ýmsa þætti sem snúa að jafnrétti hjá KSÍ sem vinnustað, s.s. launajafnrétti, laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun, samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs, ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi og kynferðislega áreitni.