Heimavöllurinn hlýtur jafnréttisverðlaun KSÍ
Jafnréttisviðurkenningu KSÍ fyrir árið 2020 hlýtur Heimavöllurinn fyrir brautryðjendastarf á sviði umfjöllunar um knattspyrnu kvenna. Þetta var staðfest á fundi stjórnar KSÍ þann 18. febrúar síðastliðinn.
Heimavöllurinn byrjaði sem hlaðvarpsþáttur haustið 2018. Stofnendurnir, Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir, vildu breyta þeirri staðreynd að það var enginn hlaðvarpsþáttur sem fjallaði sérstaklega um knattspyrnukonur. Þessu vildu þær breyta og tóku málin í sínar hendur. Markmiðin voru skýr - að auka sýnileika kvenna í íþróttinni og gefa fyrirmyndum ungra knattspyrnukvenna sviðsljós sem sárlega vantaði. Þær Hulda og Mist eru sannir brautryðjendur á sviði umfjöllunar um knattspyrnu kvenna.
Jafnréttisviðurkenningin er að öllu jöfnu afhent á ársþingi KSÍ en þingið verður með óhefðbundnu sniði í ár.