2249. fundur stjórnar KSÍ - 18. febrúar 2021
2249. fundur stjórnar Knattspyrnusambands Íslands var haldinn fimmtudaginn 18. febrúar 2021 og hófst kl. 16:00. Fundurinn fór fram á skrifstofum KSÍ á Laugardalsvelli.
Mættir: Guðni Bergsson formaður, Gísli Gíslason varaformaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Ásgeir Ásgeirsson, Haraldur Haraldsson (yfirgaf fundinn kl. 16:39), Magnús Gylfason, Ragnhildur Skúladóttir, Valgeir Sigurðsson, Þorsteinn Gunnarsson og Þóroddur Hjaltalín (varamaður í stjórn, tók sæti Inga Sigurðssonar).
Þorsteinn og Þóroddur tóku þátt í stjórnarstörfum með fjarfundarbúnaði.
Forföll: Ingi Sigurðsson aðalmaður í stjórn.
Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1 Fundargerð síðasta stjórnarfundar
1.1 Fundargerð síðasta stjórnarfundar var samþykkt á milli funda á rafrænan hátt af öllum stjórnarmönnum sambandsins.
1.2 Á milli funda, þann 8. febrúar 2021, samþykkti stjórn KSÍ með rafrænum hætti að 75. ársþing sambandsins fari fram rafrænt í gegnum fjarfundarbúnað.
2 Fundargerðir nefnda og starfshópa voru lagðar fram til kynningar.
2.1 Dómaranefnd KSÍ 19. janúar 2021
2.2 Fjárhags- og eftirlitsnefnd KSÍ 10. febrúar 2021
2.3 Landsliðsnefnd karla 26. janúar 2021
2.4 Laga- og leikreglnanefnd 27. janúar, 5. febrúar og 17. febrúar
2.5 A landsliðsnefnd kvenna 1. febrúar 2021
2.6 Mótanefnd 17. febrúar 2021
3 75. ársþing KSÍ, 27. febrúar 2021.
3.1 Rætt um fyrirkomulag þingsins sem í ár verður rafrænt. Fram verður borin tillaga um að Guðmundur H. Pétursson og Kristrún Heimisdóttir verði þingforsetar og Ágúst Ingi Jónsson og Dagur Sveinn Dagbjartsson verði þingritarar. Þau hafa öll gefið samþykki sitt fyrir því að vera tilnefnd á þinginu. Í næstu viku verður „prufuþing“ með embættismönnum þingsins, kjörnefnd, tæknimönnum o.fl.
3.2 Knattspyrnudeild Hauka hefur óskað eftir því að ársþingið 2022 fari fram að Ásvöllum í Hafnarfirði. Stjórn KSÍ samþykkti að ársþingið 2022 fari fram að Ásvöllum.
3.3 Rætt um dagskrá þingsins. Stjórn samþykkti að fresta málþingi og freista þess að hafa það þegar frekari afléttingar verða og svigrúm verði til þess að hitta fulltrúa félaganna augliti til auglitis.
3.4 Rætt var um framkomnar tillögur en fyrir þinginu liggja m.a. 5 lagabreytingatillögur. Í samræmi við lög sambandsins hefur laga- og leikreglnanefnd fjallað um tillögurnar og álit nefndarinnar birt í fundargerð.
3.5 Engin framboð bárust til formanns/stjórnar og eru því allir stjórnarmenn í kjöri sjálfkjörnir. Kjörnefnd staðfesti framboðsgögn þeirra á fundi sínum þann 15. febrúar sl.
3.6 Formaður Fjárhags- og endurskoðunarnefndar, Borghildur Sigurðardóttir, kynnti ársreikning 2020. Fyrir liggur tillaga um að KSÍ greiði endurkröfu Sýnar (365) vegna leikja í deild og bikar sem fóru ekki fram keppnistímabilið 2020, en um er að ræða 24,6 milljónir. Stjórn samþykkti þá tillögu og verður þessi upphæð færð í ársreikning ársins 2020 sem framlag til aðildarfélaga.
Með þeirri samþykkt er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur ársins verði rúmlega 37mkr. Einnig var rætt um tillögu um viðauka við samning við Reykjavíkurborg um rekstur Laugardalsvallar. Samkvæmt samþykkt Reykjavíkurborgar greiðir Borgin 42mkr í aukaframlag vegna tapreksturs undangenginna ára og einnig hækkar árlegt framlag. Þetta framlag hefur verið fært í ársreikning 2020 og breytir niðurstöðu ársins til hins betra.
3.7 Framkvæmdastjóri KSÍ, Klara Bjartmarz, kynnti drög að fjárhagsáætlun 2021. Stjórn samþykkti að styrkja félög í Pepsi Max deild kvenna um sömu upphæð og er til félaga í Lengjudeild karla vegna leyfiskerfisins, þ.e. 1.050.000 á hvert félag árlega. Þá var samþykkt breyting á ferðaþátttökugjaldi fyrir árið 2021. Lagt var til að farin yrði ca. hálf leið miðað við það skref sem reglugerð segir til um. Stjórn hafði þann 10. desember 2020 samþykkt frystingu á gjaldinu en við nánari yfirferð var lagt til að fara þessa leið þ.e. hækka gjaldið í 95.000 og km gjald í 45 krónur. Stjórn samþykkti þessa tillögu og var hún sett inn í áætlun 2021, en áður hafði stjórn KSÍ samþykkt að sambandið tæki yfir allan kostnað vegna gjaldsins 2021. Laga- og leikreglnanefnd falið að skoða þessa útfærslu m.t.t. reglugerðar.
3.8 Stjórn KSÍ samþykkti eftirtaldar tillögur til viðurkenninga vegna starfsársins 2020:
- Grasrótarverðlaun: Múrbrjótar vegna verkefnisins “Fótbolti án fordóma” og Kormákur/Hvöt vegna öflugs knattspyrnustarfs fyrir börn og fullorðna.
- Fjölmiðlaverðlaun: Marc Boal vegna útgáfu á bókinni Sixty four degrees north.
- Dómaraverðlaun: Knattspyrnudómarafélag Norðurlands (KDN)
- Jafnréttisverðlaun: Heimavöllurinn fyrir brautryðjendastarf á sviði umfjöllunar um knattspyrnu kvenna.
- Háttvísiverðlaun deilda: Drago-stytturnar eru veittar háttvísustu liðunum í tveimur efstu deildum karla. KA hlýtur Drago-styttuna fyrir árið 2020 í Pepsi Max deild karla á grundvelli háttvísimats eftirlitsmanna KSÍ, en gul og rauð spjöld vega þungt í því mati. Leiknir R. hlýtur styttuna í Lengjudeild karla á grundvelli fjölda gulra og rauðra spjalda. Breiðablik var prúðasta liðið í Pepsi Max deild kvenna síðastliðið keppnistímabil, Fjölnir var prúðasta liðið í Lengjudeild kvenna og Sindri í 2. deild kvenna. Í 2. deild karla voru ÍR-ingar með prúðasta liðið, Reynir S. í 3. deild karla og Berserkir í 4. deild karla.
- Þá samþykkti stjórn KSÍ að sæma Runólf Pálsson gullmerki sambandsins vegna starfa hans fyrir knattspyrnuhreyfinguna.
3.9 Ársskýrsla og skýrslur nefnda voru lögð fram til kynningar.
4 Lög og reglugerðarbreytingar
4.1 Stjórn KSÍ samþykkti nýja reglugerð KSÍ um deildarbikarkeppni karla.
4.2 Stjórn KSÍ samþykkti nýja reglugerð KSÍ um deildarbikarkeppni kvenna.
4.3 Stjórn KSÍ samþykkti breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.
- Skuldir vegna skráningargjalda og Brexit
- Nýr viðauki við reglugerðina vegna rafræns félagaskiptakerfis
4.4.Stjórn KSÍ samþykkti að vísa tillögum samninga og félagaskiptanefndar vegna nýrra ákvæða vegna samningsbrota til LLR.
5 Mótamál
5.1 Stjórn KSÍ samþykkti tillögu mótanefndar að leggja niður keppni í futsal 2021 í samræmi við umræðu á síðasta stjórnarfundi.
5.2 Stjórn KSÍ samþykkti Handbók leikja 2021.
5.3 Stjórn KSÍ samþykkti tillögu mótanefndar um riðlaskiptingu/fyrirkomulag í 4. deild karla og 2. deild kvenna 2021. Stjórn lýsti yfir ánægju að sjá fjölgun liða í 2. deild kvenna. 13 lið eru skráð til leiks á komandi keppnistímabili.
5.4 Valgeir Sigurðsson formaður mótanefndar fór yfir framgang niðurröðunarmála fyrir komandi tímabil. Skoða þarf tölfræði síðustu ára um fjölda iðkenda og fjölda liða í mótum. Rætt um fyrirliggjandi tillögur á ársþingi um breytingar á fyrirkomulagi efstu deildar karla.
6 Dómaramál
6.1 Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, kynnti tillögu dómaranefndar um að fjölga leikmannaskiptingum tímabilið 2021 á sama hátt og gert var 2020. Reynslan af fyrirkomulaginu 2020 var góð að mati nefndarinnar. Stjórn KSÍ samþykkti tillögu dómaranefndar um fjölda leikmannaskiptinga 2021 (5 skiptingar).
7 Leyfismál
7.1 Öll félög nema eitt sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ fyrir keppnistímabilið 2021, þ.e. félögin í Pepsi Max deildum karla og kvenna og 1. deild karla, hafa skilað leyfisgögnum. Leyfisstjórn hefur þegar farið yfir gögnin og gert athugasemdir þar sem við á.
8 Jafnréttisstefna og jafnréttisáætlun
8.1 Framkvæmdastjóri KSÍ, Klara Bjartmarz, lagði fram tillögu um jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun KSÍ sem gildir fyrir árin 2021-2023. Stjórn KSÍ samþykkti jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun KSÍ 2021-2023.
9 Skýrsla starfshóps um endurskoðun kvennaknattspyrnu
9.1 Framkvæmdastjóri KSÍ, Klara Bjartmarz, lagði fram aðgerðaráætlun skrifstofu. Starfshópurinn lagði fram 14 tillögur og hafa allar þær tillögur verið færðar í farveg á skrifstofu sambandsins.
10 Landsliðsmál
10.1 Magnús Gylfason formaður landsliðsnefndar fór yfir komandi verkefni A landsliðs karla. Undirbúningur gengur vel.
10.2 Gísli Gíslason, formaður landsliðsnefndar U21 karla fór yfir undirbúning U21 landsliðs karla fyrir úrslitakeppni EM.
10.3 A landslið kvenna er við æfingar í þessari viku en hætt var við þátttöku á móti í Frakklandi nú í febrúar vegna sóttvarnarástæðna.
11 Önnur mál
11.1 Guðni Bergsson formaður KSÍ kynnti yfirlit aðgerða og verkefna á starfsárinu.
11.2 Boðað hefur verið til 75. Íþróttaþings ÍSÍ þann 7.-8. maí 2021.
11.3 Rætt um sameiginlega umsókn Norðurlandanna um HM kvenna 2027. Samkeppnin er hörð og spurning hvort að það eigi að skoða aðra möguleika í keppnishaldi.
Fleira var ekki bókað og var fundi slitið kl. 18:20.