Drög að niðurröðun 4. deildar karla 2021
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mótanefnd KSÍ hefur birt drög að leikjum 4. deildar karla keppnistímabilið 2021.
Leikið er í fjórum riðlum, í tveimur eru 9 lið og í tveimur eru 8 lið. Deildin fer af stað með tveimur leikjum 13. maí. Þá mætast Kría og Snæfell í A riðli og Hamar og uppsveitir í B riðli.
Riðlaskiptinguna má sjá á vef KSÍ hér að neðan:
Leikin er tvöföld umferð. Eftir riðlakeppni fer fram úrslitakeppni átta liða þar sem tvö efstu lið hvers riðils komast í úrslit og er leikið heima og að heiman í 8-liða úrslitum og undanúrslitum.
8-liða úrslit, fyrri leikir
B2 - A1
C2 - B1
D2 - C1
A2 - D1
Undanúrslit, fyrri leikir
B2/A1 - D2/C1
C2/B1 - A2/D1
Sigurvegarar í undanúrslitum leika til úrslita og tapliðin leika um 3. sætið. Leikið er til þrautar og ákveður Mótanefnd KSÍ leikstaði.
Þrjú ný félög eru í deildakeppninni í meistaraflokki karla 2021. Þau eru:
Gullfálkinn - Reykjavík
RB - Reykjanesbær
Úlfarnir - Reykjavík, voru síðast með 2019.
82 lið eru skráð til leiks í Íslandsmóti meistaraflokks karla 2021, þremur fleiri en 2020.