Tillögur á 75. ársþingi KSÍ
75. ársþing KSÍ verður haldið með rafrænum hætti í gegnum fjarfundarbúnað 27. febrúar næstkomandi. Sambandsaðilum hafa verið sendar ýmsar upplýsingar og gögn, þar á meðal tillögur sem KSÍ hefur borist og verða teknar fyrir á þinginu, og upplýsingar um kjörbréf.
Þingið verður sett kl. 11:00 laugardaginn 27. febrúar og gert er ráð fyrir að því ljúki um kl. 17:00 sama dag.
Hægt er að lesa allt um ársþing KSÍ 2021 á upplýsingavef þingsins - fyrirkomulag, tillögur, dagskrá, fyrri ársþing og ýmislegt fleira - og á þinginu sjálfu verður síðan hægt að fylgjast með afgreiðslu mála á sama stað. Þingið verður jafnframt sýnt í beinni vefútsendingu á Youtube-rás KSÍ.