Grunnnámskeið í markmannsþjálfun, 12.-14. mars 2021
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnusamband Íslands mun halda grunnnámskeið í markmannsþjálfun helgina 12.-14. mars nk.
Námskeiðið hentar öllum þjálfurum sem vilja bæta sig í þessum mikilvæga þætti leiksins, markmannsþjálfun. Námskeiðið er auk þess undanfari KSÍ B Markmannsþjálfunar námskeiðsins sem hefst síðar á árinu, en allir markmannsþjálfarar sem stefna á að taka KSÍ B Markmannsþjálfaranámskeið þurfa fyrst að sækja grunnnámskeið KSÍ í markmannsþjálfun, auk þess að hafa setið KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.
Námskeiðið hefst 12. mars þar sem farið verður í grunnatriði í tækniþjálfun markvarða og undirbúning. 13. og 14. mars fer hópurinn svo í Hveragerði þar sem verkleg kennsla og hópavinna þátttakenda fer fram.
Unnið er að dagskrá og verður hún auglýst þegar nær dregur.
Gróf dagskrá er á þessa leið:
Föstudagur, 12. mars
16.00-19.00 Bóklegt í höfuðstöðvum KSÍ
Laugardagur, 13. mars
11.00-13.00 og 14.00-18.00 Verklegt í Hamarshöllinni í Hveragerði
Sunnudagur, 14. mars
9.00-12.00 og 13.00-16.00 Verklegt í Hamarshöllinni í Hveragerði
Námskeiðsgjaldið er 20.000 kr.
Opið er fyrir skráningu og lýkur henni miðvikudaginn 10. mars.