A kvenna ekki til Frakklands
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ákveðið hefur verið að A landslið kvenna taki ekki þátt í fyrirhuguðu æfingamóti í Frakklandi (Tournoi de France) sem fara á fram dagana 17.-23. febrúar. Ákvörðunin er tekin í ljósi stöðunnar í Evrópu gagnvart COVID-19.
Ísland átti að mæta Frakklandi, Sviss og Noregi í mótinu, en í byrjun vikunnar gaf Noregur það út að liðið hefði dregið sig úr keppni af sóttvarnarástæðum.
Næstu verkefni A kvenna eru því vináttuleikir í apríl, en landsleikjagluggi er dagana 5.-13. apríl.