Drög að niðurröðun í Lengjudeildum karla og kvenna og 2. deild karla
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mótanefnd KSÍ hefur birt drög að leikjum Lengjudeildar karla og kvenna ásamt 2. deild karla keppnistímabilið 2021.
Lengjudeild karla hefst 6. maí með tveimur leikjum, en þá mætast Fram og Víkingur Ó. annars vegar og Þróttur R. og Fjölnir hins vegar. Þrír leikir verða 7. maí og umferðinni lýkur svo með leik Selfoss og Vestra 8. maí.
Fyrsta umferð Lengjudeildar karla
Fram - Víkingur Ó.
Þróttur R. - Fjölnir
Grindavík - ÍBV
Grótta - Þór
Afturelding - Kórdrengir
Selfoss - Vestri
Drög að niðurröðun Lengjudeildar karla
Lengjudeild kvenna fer af stað 6. maí með heilli umferð, en þar mætast t.d. fyrrum samherjarnir Víkingur R. og HK. Í umferðinni verður einnig Hafnarfjarðarslagur þegar Haukar taka á móti FH á Ásvöllum.
Fyrsta umferð Lengjudeildar kvenna
Víkingur R. - HK
Afturelding - Grindavík
Haukar - FH
Grótta - ÍA
Augnablik - KR
Drög að niðurröðun Lengjudeildar kvenna
2. deild karla hefst með tveimur leikjum 7. maí, en fyrstu umferð lýkur með fjórum leikjum degi síðar, 8. maí. Þess má geta að Suðurnesjaslagur verður í fyrstu umferð, en Njarðvík tekur á móti Þrótti V. á Rafholtsvellinum.
Fyrsta umferð 2. deildar karla
Haukar - Reynir S.
Njarðvík - Þróttur V.
Kári - KF
ÍR - Leiknir F.
Fjarðabyggð - Völsungur
KV - Magni
Drög að niðurröðun 2. deildar karla