• mán. 08. feb. 2021
  • Mótamál

Valur Reykjavíkurmeistari í meistaraflokki karla og kvenna

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn eru Reykjavíkurmeistarar í bæði meistaraflokki karla og kvenna, en Valur mætti Fylki í úrslitaleik í báðum flokkum.

Úrslitaleikurinn í kvennaflokki fór fram á fimmtudag á Origo vellinum og vann Valur þar 2-0 sigur. Diljá Ýr Zomers og Elín Metta Jensen skoruðu mörk Vals í síðari hálfleik. Fyrir ári síðan var það Fylkir sem urðu meistarar, en Valur endaði þá í öðru sæti. 

Á laugardag fór svo fram úrslitaleikurinn í karlaflokki, en hann var leikinn á Würth vellinum. Patrick Pedersen kom Val í 1-0 í upphafi síðari hálfleiks, en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Orri Sveinn Stefánsson metin fyrir Fylki. Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og þurfti því að grípa til vítakeppni. Þar reyndust Valsmenn hlutskarpari og unnu 5-4. 

Til hamingju Valur!