Áfram gildir að áhorfendur eru ekki leyfðir
Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sóttvarnalæknis sem fela í sér breytingar á samkomutakmörkunum frá 8. febrúar og gildir nýútgefin reglugerð til og með 3. mars næstkomandi.
Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram 20 manns og reglur um 2 metra nálægðarmörk og grímuskyldu verða óbreyttar. Fjöldatakmörkin eiga ekki við um börn fædd 2005 eða síðar þar sem þau eru undanþegin ákvæðum um fjöldatakmörk, nálægðarmörk og grímuskyldu.
Áfram gildir að áhorfendur eru ekki leyfðir á íþróttaviðburðum.