• þri. 02. feb. 2021
  • Fræðsla

Fyrirlestraröð um fjármálaumhverfi fótboltans – 6 fyrirlestrar með góðum gestum

Á næstu vikum fara fram röð fyrirlestra í höfuðstöðvum KSÍ um fjármálaumhverfi fótboltans.

Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ, og Björn Berg, deildarstjóri Greiningar Íslandsbanka, hafa umsjón með fyrirlestrunum. Fyrirlestrarnir eru fyrir hinn almenna áhugamann, fyrir stjórnendur knattspyrnufélaga, fjölmiðlafólk, leikmenn, þjálfara og alla þá sem hafa gaman af upplýsandi samræðum, sögum og fræðslu um knattspyrnuheiminn.

Viðburðirnir eru ekki alfarið hugsaðir sem fræðsluviðburðir heldur samtal þátttakenda um fjármálaheim fótboltans og góðir gestir með reynslu og þekkingu á viðkomandi viðfangsefni mæta á hvern fyrirlestur og taka þátt í umræðum. Þátttakendur fá allar glærur auk þess að fá góðar upplýsingar um ítarefni enda málaflokkurinn stór og mikið efni sem hægt er að kynna sér sé áhugi fyrir.

Þátttökugjald er kr. 15.000 fyrir alla fyrirlestrana.

Hægt er að skrá sig á fyrirlestrana hér að neðan. Athugið að einungis 30 sæti eru í boði.

Skráning

Þátttaka á námskeiðinu gefur þjálfurum með KSÍ A/UEFA A eða KSÍ B/UEFA B þjálfararéttindi 12 endurmenntunarstig (2 fyrir hvern hluta).

Dagskrá

1. 11. febrúar kl. 20:00 - 22:00 - Alþjóðastofnanir (FIFA/UEFA), regluverk, mót og peningar. Spilling?

2. 25. febrúar kl. 20:00 - 22:00 - Fjárhagslegt umhverfi - financial fair play, kaup/sala leikmanna, uppeldisbætur/samstöðubætur ofl.

3. 11. mars kl. 20:00 - 22:00 - Rekstrarmódel knattspyrnufélaga og kostun/fjármögnun - England/Þýskaland/Spánn - Ísland

4. 25. mars kl. 20:00 - 22:00 - Sjónvarp- og markaðsréttindi - mismunandi útgáfur og nálgun deilda í Evrópu

5. 8. apríl kl. 20:00 - 22:00 - Veðmálastarfsemi - umfangið, veðmálasvindl/hagræðing úrslita - Ísland

6. 22. apríl kl. 20:00 - 22:00 - Velta og rekstur knattspyrnufélaga/knattspyrnusambanda - Evrópa - Ísland

Dagskrá