U21 karla í riðli D í undankeppni EM 2023
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 ára landslið karla er í riðli D í undankeppni EM 2023, en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon.
Í riðlinum eru, ásamt Íslandi, Portúgal, Grikkland, Hvíta Rússland, Kýpur og Liechtenstein.
Undankeppnin hefst í mars á þessu ári og lýkur í júní árið 2022. Þær níu þjóðir sem vinna sína riðla ásamt því liði í 2. sæti með besta árangurinn komast beint í lokakeppnina. Hinar átta þjóðirnar sem enda í öðru sæti síns riðils fara í umspil um fjögur sæti í lokakeppninni og fer það fram í september 2022.
Lokakeppnin fer síðan fram í Georgíu og Rúmeníu árið 2023.