Vel sóttur vinnufundur með leyfisfulltrúum félaga
Árlegur vinnufundur með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga var haldinn þriðjudaginn 5. janúar síðastliðinn. Fundurinn, sem stóð yfir í u.þ.b. 60 mínútur, var að þessi sinni haldinn með hjálp fjarfundarbúnaðar Microsoft Teams. Fundurinn var vel sóttur af fulltrúum félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.
Á fundinum fór Haukur Hinriksson leyfisstjóri KSÍ yfir hagnýt atriði. Því næst fór Lúðvík Georgsson formaður leyfisráðs KSÍ yfir þær breytingar sem orðið hafa á leyfisreglugerð KSÍ á árinu 2020. Birna María Sigurðardóttir, endurskoðandi hjá Deloitte fór yfir áhersluatriði við skil á fjárhagsgögnum á nýju leyfistímabili og loks fór Arnar Bill Gunnarsson fræðslustjóri KSÍ, yfir þær kröfur sem leyfiskerfið gerir til menntunar knattspyrnuþjálfara. Hér fyrir neðan má nálgast glærukynningar frá fundinum.
Glærukynningar: