KSÍ IV A þjálfaranámskeið 29.-31. janúar og 5.-7. febrúar
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnusamband Íslands mun halda tvö KSÍ IV A þjálfaranámskeið á næstu vikum. Það fyrra verður haldið 29.-31. janúar og það síðara 5.-7. febrúar.
Námskeiðin fara fram á höfuðborgarsvæðinu.
Drög að dagskrá fyrri helgarinnar er að finna neðst í fréttinni. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.
Námskeiðið er hluti af KSÍ B þjálfaragráðunni og þátttökurétt hafa allir sem setið hafa KSÍ I, KSÍ II og KSÍ III þjálfaranámskeið.
Námskeiðsgjaldið er 25.000 kr.
Skráning á námskeiðið 29.-31. janúar (skráningu lýkur 27. janúar)
Skráning á námskeiðið 5.-7. febrúar (skráningu lýkur 3. febrúar)