• mán. 18. jan. 2021
  • Dómaramál

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 25. janúar

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 25. janúar kl. 17:00.

Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Héraðsdómaranámskeiðið veitir dómurum réttindi til að starfa á leikjum í meistaraflokki.
Um er að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur.

Einungis þeir sem lokið hafa byrjendanámskeiði hafa rétt á því að sitja námskeiðið.

Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara og er námskeiðið ókeypis.

Lögð er áhersla á hagnýtar hliðar dómgæslunnar.

Skráning er hafin á magnus@ksi.is

Vegna samkomutakmarkana er fjöldi þátttakenda á námskeiðinu þó takmarkaður við 20 (að kennara meðtöldum). Grímuskylda er við komu og brottför, en ekki á námskeiðinu sjálfu þar sem hægt er að tryggja viðeigandi fjarlægðarmörk.