20 útskrifuðust af UEFA CFM
Í liðinni viku fór fram þriðja og síðasta vinnulotan í UEFA CFM náminu sem nú var haldið í fyrsta sinn hjá KSÍ. Vinnulotunni lauk með rafrænni útskriftarveislu og útskrifuðust 20 af þeim 30 nemendum sem hófu námið í mars 2020. Þau sem útskrifuðust eru eftirtalin og óskar KSÍ þeim öllum til hamingju með árangurinn og áfangann:
Alexandre M. Fernandez Massot, Íslandi
Anna Kristina Elisabet Malmén, Svíþjóð
Ari Gylfason, Íslandi
Arnar Bill Gunnarsson, Íslandi
Arnar Þór Viðarsson, Íslandi
Geir Kristinsson, Íslandi
Harpa Þorsteinsdóttir, Íslandi
Jonathan Glenn, Íslandi
Jonna Vaarnanen, Finnlandi
Kirsty Mullen, Skotlandi
Kolbeinn Kristinsson, Íslandi
Linda Hlín Þórðardóttir, Íslandi
Martin Storkersen Myrlund, Noregi
Maryna Zhardzetskaya, Hvíta-Rússlandi
Matti Lähitie, Finnlandi
Óskar Örn Guðbrandsson, Íslandi
Pramila Susanne Olsen Matthiasen, Noregi
Sævar Pétursson, Íslandi
Theis Frydenlund Rasmussen, Danmörku
Yacine Sophian Aagaard Drif, Danmörku
UEFA CFM (UEFA Certificate in Football Management) er stjórnunarnám á vegum Knattspyrnusambands Evrópu fyrir einstaklinga sem starfa í knattspyrnuhreyfingunni eða tengjast henni með beinum hætti. Námið er á háskólastigi og hefur verið skipulagt af UEFA síðan árið 2010 í samstarfi við svissnesku námsstofnunina IDHEAP (The Swiss Graduate School of Public Administration, við háskólann í Lausanne).
Námið er að mestu rafrænt og fer allt fram á ensku (námsgögn, verkefni og fyrirlestrar). Í hefðbundinni útfærslu er rafræni hlutinn (e-learning) í 6 lotum (modules), og allajafna eru haldnar 3 vinnulotur (face-to-face seminars). Fyrsta vinnulotan var haldin í höfuðstöðvum KSÍ í mars 2020, en vinnulota 2 var haldin í fjarnámi sumarið 2020 vegna kórónaveirufaraldursins og hið sama var uppi á teningnum varðandi vinnulotu 3 í janúar 2021. Náminu lýkur með útskrift með viðeigandi einkunn að undangengnum skilum á tveimur skriflegum verkefnum og munnlegu lokaprófi.
Kennarar og fyrirlesarar eru tilnefndir af UEFA/IDHEAP og hafa allir mikla reynslu af því að starfa í alþjóðlegu umhverfi knattspyrnuhreyfingarinnar – hjá knattspyrnusamböndum, knattspyrnufélögum, og fyrirtækjum eða stofnunum með sterka tengingu við knattspyrnu. KSÍ stefnir að því að halda annað UEFA CFM nám við fyrsta tækifæri.