• fim. 14. jan. 2021

ÍF og Special Olympics á Íslandi í verkefni til að efla íþróttaþátttöku barna með sérþarfir

Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi taka þátt í þriggja ára samstarfsverkefni sex landa til að efla íþróttaþátttöku barna með sérþarfir.

Markhópur verkefnisins er 6-12 ára og er megináhersla lögð á tvær íþróttagreinar, knattspyrnu og körfubolta, en verkefnið mun tengjast fleiri greinum hér á landi. Vegna þess leitar ÍF og Special Olympics á Íslandi nú eftir ábendingum um knattspyrnufélög og/eða þjálfara sem gætu haft áhuga á verkefninu.

Ábendingar um mögulega þátttakendur sendast á annak@ifsport.is fyrir 20. janúar.

Vefur ÍF