• mið. 06. jan. 2021
  • Fræðsla

KSÍ III þjálfaranámskeið í janúar 2021

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KSÍ stefnir á að halda tvö KSÍ III þjálfaranámskeið í janúar 2021. Það fyrra verður helgina 16.-17. janúar og það síðara helgina 23.-24. janúar.

Námskeiðið verður með breyttu sniði frá fyrri árum. Þátttakendur fá senda fyrirlestra viku áður en námskeiðið hefst, svara nokkrum spurningum úr fyrirlestrunum og undirbúa umræður. Ef sóttvarnarreglur leyfa, þá munum þátttakendur svo hittast í höfuðstöðvum KSÍ á fyrrnefndum helgum, þar sem bæði bókleg og verkleg kennsla fer fram. Drög að dagskrá námskeiðanna má finna hér neðar í fréttinni.

Verði sóttvarnarreglur óbreyttar, þá verður nýtt fyrirkomulag sent út til þátttakenda, þar sem reynt verður að klára sem mest af bóklega þættinum á netinu og verklega þátturinn tekinn síðar.

Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem setið hafa KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.

Námskeiðsgjald er 25.500 kr.

Skráning á KSÍ III helgina 16.-17. janúar (skráningu lýkur 8. janúar):

Skráning

Skráning á KSÍ III helgina 23.-24. janúar (skráningu lýkur 15. janúar):

Skráning

Drög að dagskrá námskeiðsins 16.-17. janúar