ÍSÍ: Lög um greiðslur til íþróttafélaga á tímum kórónaveirufaraldurs kynnt
Þann 30. desember síðastliðinn var haldinn haldinn kynningarfundur félags- og barnamálaráðherra, forstjóra Vinnumálastofnunar og forseta ÍSÍ með íþróttahreyfingunni um lög um greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs og fyrirkomulag varðandi umsóknarferlið þar að lútandi. Fundurinn var haldinn í Microsoft Teams fjarfundabúnaðinum og voru um 180 manns á fundinum þegar mest var, eins og fram kemur í frétt á vef ÍSÍ. Á fundinum kom m.a. fram að umsóknarkerfið verði væntanlega tilbúið í lok janúar að lokinni forritunarvinnu og annarri undirbúningsvinnu fyrir verkefnið. Reynt verður að hafa það sem mest í rafrænu formi.
Ýmsar spurningar komu fram á fundinum varðandi úrræðið og útfærslur á umsóknarferlinu og verður svörum og skýringum komið á framfæri við íþróttahreyfinguna þegar lengra verður komið í undirbúningsvinnunni fyrir umsóknarferlið. Vinnumálastofnun vinnur að málinu og er það forgangsverkefni stofnunarinnar í janúarmánuði. Náið samráð og samstarf verður haft við ÍSÍ í undirbúningi og framkvæmd úrræðisins og þess gætt að sjónarmiðum og athugasemdum íþróttahreyfingarinnar verði komið á framfæri á öllum stigum málsins.
Smellið hér að neðan til að skoða nánari upplýsingar á vef ÍSÍ - umrædd lög og einnig efni sem farið var í gegnum á fundinum