Sara Björk Gunnarsdóttir er Íþróttamaður ársins 2020!
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir er Íþróttamaður ársins 2020.
Hún varð efst í kjöri samtaka íþróttafréttamanna með fullt hús stiga. Sara Björk skipti yfir til Lyon í Frakklandi frá Wolfsburg og varð Evrópumeistari með liðinu ásamt því að skora mark í úrslitaleiknum.
Sara Björk bætti einnig landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur á árinu.
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstads í sænsku úrvalsdeildinni, var valin þjálfari ársins en hún stýrði liðinu í 3. sæti deildarinnar og með því tryggði liðið sér sæti í Meistaradeild Evrópu.
Kvennalandsliðið í fótbolta var valið lið ársins, en liðið tryggði sér sæti á EM 2022 á árinu í fjórða skiptið í röð.