• mið. 23. des. 2020

Ingibjörg, Sara Björk, Glódís Perla og Gylfi á topp tíu

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Samtök íþróttafréttamanna hafa opinberað það hvaða tíu íþróttamenn fengu flest atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni ársins fyrir árið 2020.

Eins eru tilnefndir þrír þjálfarar sem þjálfari ársins 2020 og þrjú lið sem lið ársins 2020.

Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir eru á meðal þessara tíu íþróttamanna og eru allar þrjár konurnar á listanum í ár knattspyrnukonur.

Þrír þjálfarar koma til greina sem þjálfari ársins, þar á meðal Arnar Þór Viðarsson sem er nýráðinn landsliðsþjálfari A karla. Einnig eru á listanum Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstads, og Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals.

Í flokknum lið ársins eru tilnefnd kvennalið Breiðabliks, U21 árs landslið karla og A landslið kvenna.