Drög að niðurröðun Lengjubikarsins 2021
Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2021 hefur verið birt á vef KSÍ. Smellið hér að neðan til að skoða riðlaskiptinguna og leikina nánar. Athugasemdum félaga við niðurröðun ber að skila í síðasta lagi fimmtudaginn 7. janúar á netfangið birkir@ksi.is.
Skoða riðla og niðurröðun leikja
Breytt fyrirkomulag í Lengjubikar kvenna:
- Í A-deild kvenna leika nú 12 lið í tveimur riðlum, í stað 6 liða áður.
- Í B-deild kvenna leika nú 8 lið í stað 6 liða áður.
- Í C-deild eru nú tveir riðlar í stað þriggja riðla áður.
Félög eru vinsamlegast beðin um að hafa eftirfarandi í huga:
- Lítið svigrúm er til breytinga eftir að mótið hefur verið staðfest.
- Umsjónarmenn valla eru vinsamlegast beðnir um að fara vandlega yfir það hvort leikir séu rétt tímasettir á vellina m.t.t. annarra viðburða.
Hægt er að kalla fram dagatal einstakra valla á vef KSÍ með því að velja "mót" á forsíðunni, velja svo "leiki félaga" og velja þar viðkomandi völl.
Fyrirvari vegna Covid-19:
- Vonandi verða aðstæður með þeim hætti að yfirvöld heimili keppni í fótbolta þegar Lengjubikarinn á að hefjast.
- Leikjaniðurröðun verður ekki staðfest fyrr en leyfi til keppni hefur fengist.
Smellið hér að neðan til að skoða yfirlit riðlaskiptingar Lengjubikarsins 2021.
Mynd: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net