Skráningargjöld í mót 2021 ekki innheimt
Stjórn KSÍ fundaði 10. desember síðastliðinn og á fundinum var m.a. rætt um þátttökutilkynningu og skráningargjald í mót 2021, og um ferðaþátttökugjald 2021.
Stjórnin samþykkti að innheimta ekki skráningargjöld í mótin 2021 en að nýskráningargjald verði innheimt á sama hátt og gert var 2020. Stjórn er sammála því að stefna að innheimtu skráningargjalda í mót meistaraflokka frá árinu 2022 og jafnframt sammála um að stefna að því að frá og með 2022 verði þessi innheimta tengd framlagi hvers félags í dómaramálum. Úr fundargerð: "Mikilvægt er að aðildarfélög sambandsins hefjist strax handa við að vinna að fjölgun dómara til að uppfylla ákvæði um fjölda dómara með hliðsjón af fjölda skráðra liða í mótum."
Samþykkt var að halda sama viðmiði um ferðaþátttökugjöld og 2020, þ.e. fresta þeirri hækkun sem er í reglugerðinni fyrir keppnistímabilið 2021, og ennfremur var samþykkt að taka yfir hlut félaganna 2021.
Smellið hér til að skoða fundargerðina í heild sinni