• mán. 14. des. 2020
  • Fræðsla

Astmi og íþróttir- Fræðslubæklingur

Astma- og ofnæmisfélag Íslands og ÍSÍ gáfu á sínum tíma út fræðslubækling um astma og íþróttir.

Astmi getur versnað í kulda og því er vert að minna á þetta fræðsluefni nú yfir vetrarmánuðina og hvetja íþrótta- og ungmennafélög til þess að koma því á framfæri við sína þjálfara. Mikilvægt er að þjálfarar kunni skil á helstu einkennum og því helsta sem að gagni getur komið fyrir þá iðkendur sem þjást af sjúkdómnum.

Bæklingurinn er aðgengilegur á heimasíðu ÍSÍ, en einnig er hægt að leita til Astma- og ofnæmisfélag Íslands (ao@ao.is) ef áhugi er fyrir hendi að fá prentaða bæklinga til dreifingar.

Bæklingurinn