U17 karla - Dregið í undankeppni EM 2022
Dregið hefur verið í undankeppni EM 2022 hjá U17 karla, en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon.
Ísland er þar í riðli með Ungverjalandi, Georgíu og Eistlandi.
Undankeppnin verður leikinn á tímabilinu frá 1. júlí - 16. nóvember 2021, en milliriðlarnir fara síðan fram vorið 2022. Tvö efstu lið hvers riðils fara áfram í milliriðla ásamt fjórum liðum sem enda í þriðja sæti síns riðils og hafa besta árangurinn gegn liðunum í fyrsta og öðru sæti riðilsins.
Lokakeppnin fer fram í Ísrael í maí 2022.