2245. fundur stjórnar KSÍ 3. desember
2245. fundur stjórnar Knattspyrnusambands Íslands var haldinn fimmtudaginn 3. desember 2020 og hófst kl. 16:00. Fundurinn fór fram með fjarfundarbúnaði.
Mættir: Guðni Bergsson formaður, Gísli Gíslason varaformaður (yfirgaf fundinn kl. 17:39), Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Ásgeir Ásgeirsson, Haraldur Haraldsson, Ingi Sigurðsson, Magnús Gylfason, Ragnhildur Skúladóttir, Valgeir Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Mættir fulltrúar landshluta: Jakob Skúlason (VL), Tómas Þóroddsson (SL), Bjarni Ólafur Birkisson (AL) og Björn Friðþjófsson (NL).
Fjarverandi: Þóroddur Hjaltalín, Guðjón Bjarni Hálfdánarson og Jóhann K. Torfason, allir varamenn í stjórn.
Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.
Þá sat Arnar Þór Viðarsson sviðsstjóri knattspyrnusviðs fundinn undir dagskrárlið 3.
Þetta var gert:
Áður en gengið var til dagskrár óskaði stjórn A landsliði kvenna til hamingju með sæti á EM 2022 og þakkar leikmönnum og starfsmönnum fyrir þeirra mikla framlag í þágu íslenskrar knattspyrnu.
- 1 Fundargerð síðasta stjórnarfundar var þegar samþykkt á rafrænan hátt á milli funda af öllum stjórnarmönnum sambandsins.
- 2 Fjármál
- Í samræmi við skilyrði UEFA samþykkti stjórn KSÍ að framlag UEFA vegna Meistaradeildar UEFA renni til þeirra félaga sem léku í Pepsi Max deild karla árið 2020 en í þeirri deild hefur KSÍ innleitt leyfiskerfi (m.a. kröfur um samþykkta áætlun um uppeldisstarf).
- Formaður KSÍ, Guðni Bergsson og formaður fjárhags- og endurskoðunarnefndar, Borghildur Sigurðardóttir, lögðu fram þá tillögu að nýta 70 milljónir af styrk frá FIFA til handa félögunum. Í tillögunni var gert ráð fyrir að hækka barna- og unglingastyrk KSÍ um 10mkr. (í 70mkr, var 60mkr í áætlun) þar sem framlag UEFA til félaga í Pepsi Max deild karla vegna Meistaradeildar UEFA væri hærra en gert var ráð fyrir.Þetta framlag skiptist á milli félaga í öðrum deildum en Pepsi Max deild karla og til félaga utan deilda sem uppfylla ákveðin skilyrði. Stjórn KSÍ samþykkti ennfremur að bæta við fyrirvara við styrkinn um að KSÍ áskilji sér rétt til að kalla eftir staðfestingum um það hvernig þessum styrkjum er varið.
- Stjórn KSÍ samþykkti að úthluta afgangnum eða 60 milljónum til aðildarfélaga, með fyrirvara um og tilliti til endurkröfuréttar vegna sjónvarpssamninga o.fl.Ef til endurkröfu kemur þá verður sá hluti dreginn frá útgreiðslu til þeirra félaga sem hafa fengið sjónvarpsgreiðslur fyrirfram. Þessi úthlutun verður gerð á sambærilegan hátt og Covid-úthlutunin fyrr á árinu.
- Með þeim ráðstöfunum sem nefnd eru í 2.2 og 2.3 þá hefur KSÍ greitt um 56% til aðildarfélaga sinna af þeim stuðningi sem FIFA hefur þegar greitt til KSÍ. Reynt verður að flýta útgreiðslum eins og hægt er, en þó má búast við því að það taki nokkra daga að ganga frá greiðslumódeli og bankagreiðslum.Þá var rætt um það að fara yfir greiðslur til félaga á fundi formanna- og framkvæmdastjóra á morgun, 4. desember.
Arnar Þór Viðarsson sviðsstjóri knattspyrnusviðs tók sæti á fundinum.
- Í samræmi við skilyrði UEFA samþykkti stjórn KSÍ að framlag UEFA vegna Meistaradeildar UEFA renni til þeirra félaga sem léku í Pepsi Max deild karla árið 2020 en í þeirri deild hefur KSÍ innleitt leyfiskerfi (m.a. kröfur um samþykkta áætlun um uppeldisstarf).
- 3 Afreksstefna KSÍ
- Arnar Þór Viðarsson kynnti afreksstefnu KSÍ 2020-2025.
- Ítarleg umræða fór fram um afreksstefnuna. Stjórn gerði góðan róm að máli Arnars Þórs og hnykkti á mikilvægi þess að hafa gott samráð við aðildarfélög. Í þessu samhengi var rætt um skólamál og skólastefnu KSÍ, árangur íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum og fleira.
- Afreksstefnan verður kynnt á fundi formanna- og framkvæmdastjóra á morgun og síðan fyrir yfirþjálfurum á fundi í næstu viku.
Arnar Þór Viðarsson sviðsstjóri knattspyrnusviðs vék af fundi.
- 4 Önnur mál
- Valgeir Sigurðsson ræddi um stöðu Covid mála og hvort að ástæða væri að undirbúa ályktun fyrir fundinn á morgun. Klara Bjartmarz upplýsti stjórn um þá vinnu sem er í gangi hjá ÍSÍ og Almannavörnum varðandi litakóða fyrir íþróttahreyfinguna sem á að auka fyrirsjáanleika varðandi íþróttaiðkun.
- Þorsteinn Gunnarsson spurði um landsliðsþjálfaramál A landsliðs karla. Guðni Bergsson formaður var til svara. Málin eru í vinnslu.
Fleira var ekki bókað og var fundi slitið kl. 18:00.