• þri. 08. des. 2020
  • Landslið
  • U21 karla

U21 karla - Dregið í lokakeppni EM 2021 á fimmtudag

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Dregið verður í lokakeppni EM 2021 hjá U21 karla fimmtudaginn 10. desember.

Drátturinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og fer fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon, Sviss.

Ísland verður á meðal þjóða í pottinum, en liðið endaði undankeppnina í öðru sæti síns riðils á eftir Ítalíu.

Lokakeppnin verður haldin í tveimur hlutum í tveimur löndum - í Ungverjalandi og Slóveníu. Riðlakeppnin fer fram dagana 24.-31. mars 2021 og 8-liða úrslit, undanúrslit og úrslitaleikurinn fara svo fram 31. maí - 6. júní.

Hægt verður að fylgjast með drættinum í beinni útsendingu á vef UEFA.

Vefur UEFA

Þjóðirnar í pottinum

Styrkleikaflokkur 1

Spánn

Þýskaland

Frakkland

England

Styrkleikaflokkur 2

Ítalía

Danmörk

Portúgal

Holland

Styrkleikaflokkur 3

Rúmenía

Króatía

Tékkland

Rússland

Styrkleikaflokkur 4

Sviss

Ísland

Slóvenía

Ungverjaland