Aron Þormar Lárusson Íslandsmeistari í eFótbolta
Aron Þormar Lárusson, Fylki, tryggði sér á miðvikudag Íslandsmeistaratitilinn í eFótbolta.
Hann mætti Alexander Aroni Hannessyni, Keflavík, í gær og nægði honum jafntefli til að tryggja sér titilinn. Staðan var jöfn í fyrri hálfleik þar sem hvorugu liðinu tókst að skora. Aron Þormar komst yfir snemma í síðari hálfleik, en Alexander Aron jafnaði fljótlega metin. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og því ljóst að Aron Þormar hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.
Þess má geta að Aron Þormar tapaði ekki leik á tímabilinu, en hann vann 11 leiki og gerði tvö jafntefli.
Til hamingju Aron Þormar!