Árlegur vinnufundur um leyfiskerfið 5. janúar
Boðað hefur verið til fundar/fjarfundar með leyfisfulltrúum og endurskoðendum félaga í Pepsi Max deild karla, Pepsi Max deild kvenna og Lengjudeild karla þriðjudaginn 5. janúar 2021 kl. 15:00. Um er að ræða árlegan fund þar sem farið verður yfir breytingar á milli ára og hagnýt atriði.
Málefni á fundinum:
- Opnun og kynning á dagskrárliðum - Haukur Hinriksson, leyfisstjóri KSÍ
- Breytingar á leyfisreglugerð KSÍ (útgáfa 4.3.) – Lúðvík Georgsson, formaður leyfisráðs
- Leyfiskerfi í Pepsi Max deild kvenna
- Yfirlýsing vegna eigin fjár félaga í Evrópukeppni (ný 60. grein í leyfisreglugerð KSÍ)
- Aðrar breytingar sem orðið hafa á reglugerðinni á milli ára.
- Fjárhagsþættir
- Birna María Sigurðardóttir, sérfræðingur frá Deloitte
- Áhersluatriði 2021 – Menntun knattspyrnuþjálfara – Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ
- Menntunarkröfur sem gerðar eru til þjálfara yngri og eldri flokka.
- Menntun í ferli?
- Krafa um UEFA Pro þjálfaramenntun aðalþjálfara í efstu deild karla 2024
- Spurningar og umræður