Samstarf við KSÍ um samfélagsleg verkefni
Knattspyrnuhreyfingin telur um 10% íslensku þjóðarinnar. Knattspyrnusamband Íslands lítur því á það sem skyldu sína að nýta þann kraft sem býr í knattspyrnufjölskyldunni til að vera virkur þátttakandi í samfélagslegum verkefnum sem gera raunverulegt og áþreifanlegt gagn.
Í samræmi við stefnumörkun í samfélagslegum verkefnum hefur KSÍ ákveðið að velja að hámarki tvö samfélagsleg verkefni á hverju ári og einbeita sér að þeim. Gerður er samningur við tiltekna aðila um afmörkuð verkefni. Með þessari nálgun er KSÍ að einbeita sér að tilteknum verkefnum í tiltekinn tíma, og leggja kraft í þau til að þátttakan vegi sem þyngst og geri viðkomandi verkefni og samfélaginu raunverulegt og áþreifanlegt gagn.
Áhugasömum samtökum eða öðrum aðilum býðst að sækja um formlegt samstarf við KSÍ um samfélagsleg verkefni. Að þessu sinni er sérstaklega hvatt til umsókna um samstarfsverkefni sem snúa að andlegri heilsu eða mismunun (discrimination). Vakin er athygli á því að ný verkefni þurfa að hafa tengingu við knattspyrnu - við íþróttina sjálfa, iðkun eða iðkendur, aðgengi eða aðra tengda þætti.
Nánari upplýsingar um samfélagsleg verkefni og umsóknir um samstarf við KSÍ
Nýleg verkefni: