• mið. 02. des. 2020
  • Landslið

Íslensk landslið í úrslitakeppnum um árabil

Árangur íslenskra landsliða í knattspyrnu er ekki einstakt skammtíma fyrirbæri.

A landslið kvenna var á meðal þátttökuliða í lokakeppnum EM í Finnlandi 2009, Svíþjóð 2013, Hollandi 2017 og hefur nú tryggt sér sæti í fjórðu lokakeppni EM í röð, á Englandi 2022 og stefnan hefur þegar verið sett á HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

A landslið karla var mjög nálægt því að komast á HM 2014 í Brasilíu, komst eins og frægt er í lokakeppni EM 2016 í Frakklandi og lokakeppni HM 2018 í Rússlandi og var hársbreidd frá því að komast á þriðja stórmótið í röð, EM 2021 sem leikið verður víðs vegar um Evrópu. Stefnan hefur verið sett á lokakeppni HM 2022 í Katar.

U21 landslið karla lék í lokakeppni EM U21 í Danmörku 2011 og hefur nú tryggt sér þátttökurétt í lokakeppni EM 2021 í Slóveníu og Ungverjalandi.

Hér að neðan má sjá yfirlit árangurs íslenskra knattspyrnulandsliða síðustu 20 árin.  

  • HM A kvenna 2003 í Bandaríkjunum:  Ísland í undanúrslitaleikjum umspils um sæti í úrslitakeppni.
  • EM A kvenna 2005 á Englandi: Ísland í umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni.
  • EM U17 karla í Belgíu 2007:  Ísland í úrslitakeppni.
  • EM U19 kvenna 2007 á Íslandi:  Ísland í úrslitakeppni.
  • EM A kvenna 2009 í Finnlandi:  Ísland í úrslitakeppni.
  • EM U19 kvenna 2009 í Hvíta-Rússlandi:  Ísland í úrslitakeppni.
  • EM U21 karla 2011 í Danmörku:  Ísland í úrslitakeppni.
  • EM U17 kvenna 2011 í Sviss:  Ísland í úrslitakeppni.
  • EM U17 karla 2012 í Slóveníu:  Ísland í úrslitakeppni
  • EM A kvenna 2013 í Svíþjóð:  Ísland í úrslitakeppni.
  • HM A karla 2014 í Brasilíu:  Ísland í umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni.
  • EM U17 kvenna 2015 á Íslandi:  Ísland í úrslitakeppni.
  • EM A karla 2016 í Frakklandi:  Ísland í úrslitakeppni.
  • EM A kvenna 2017 í Hollandi:  Ísland í úrslitakeppni.
  • HM A karla 2018 í Rússlandi:  Ísland í úrslitakeppni.
  • EM U17 karla 2019 á Írlandi:  Ísland í úrslitakeppni.
  • EM A karla 2021 í Evrópu:  Ísland í úrslitaleik umspils um sæti í úrslitakeppni
  • EM U21 karla 2021 í Slóveníu og Ungverjalandi:  Ísland í úrslitakeppni.
  • EM A kvenna 2022 á Englandi:  Ísland í úrslitakeppni
Til viðbótar má geta þess að A landslið kvenna lék í umspili um sæti á EM 1995 og EM 1997.  Þá lék U19 landslið karla fimm sinnum í úrslitakeppni EM á 8. áratugnum og einnig árið 1997 þegar keppnin fór fram hér á landi, U19 landslið kvenna lék í úrslitakeppni EM 1991 og U17 landslið karla komst sex sinnum í úrslitakeppni EM á árunum 1985 til 1998.