Dómar í málum Fram og KR gegn Stjórn KSÍ
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur kveðið upp dóma í málum nr. 1/2020 Fram gegn Stjórn KSÍ og nr. 2/2020 KR gegn Stjórn KSÍ. Hefur áfrýjunardómstóll KSÍ fellt úr gildi úrskurði í málum 11/2020 og 12/2020 hjá aga- og úrskurðarnefnd og vísað málunum tveimur aftur til nefndarinnar til efnislegrar meðferðar.
Í niðurstöðukafla dómanna tveggja segir m.a.:
„Samkvæmt reglum Knattspyrnusambands Íslands fer aga- og úrskurðarnefnd annars vegar og áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands hins vegar með dómsvald í öllum málum sem koma upp innan vébanda knattspyrnusambandsins og varða málefni sambandsins, aðildarfélaga gegn sambandinu og málefni leikmanna, þjálfara, liðsstjóra, umboðsmanna og öðrum þeim sem eru innan vébanda aðildarfélaga Knattspyrnusambands Íslands, sbr. grein 39.2. í lögum KSÍ“
Úr dómsniðurstöðu í máli nr. 1/2020:
„Með vísan til framangreinds ber aga- og úrskurðarnefnd, sem fyrra dómstigs innan vébanda Knattspyrnusambands Íslands, að taka mál áfrýjanda til efnislegrar meðferðar, og er því úrskurður í máli nr. 12/2020 sem kveðinn var upp 16. nóvember 2020 felldur úr gildi.“
Úr dómsniðurstöðu í máli nr. 2/2020:
„Með vísan til framangreinds ber aga- og úrskurðarnefnd, sem fyrra dómstigs innan vébanda Knattspyrnusambands Íslands, að taka mál áfrýjanda til efnislegrar meðferðar, og er því úrskurður í máli nr. 11/2020 sem kveðinn var upp 16. nóvember 2020 felldur úr gildi.“
Dómur áfrýjunardómstóls KSÍ í máli nr. 1/2020 í heild sinni
Dómur áfrýjunardómstóls KSÍ í máli nr. 2/2020 í heild sinni