ÍSÍ: Uppfærðar reglur um samkomutakmarkanir frá 18. nóvember
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir taka gildi 18. nóvember og hafa þær gildistíma til 1. desember. Heilbrigðisráðuneyti hefur birt upplýsingar um reglugerðina, til viðbótar við það sem áður hafði verið birt og m.a. hefur verið ákveðið að grímuskylda eigi ekki við um börn í 5.-7. bekk.
Frá miðvikudeginum 18. nóvember gildir því eftirfarandi:
- Æfingar barna á leik- og grunnskólaaldri f. 2005 og síðar eru heimilar jafnt úti sem inni, það á einnig við um sundæfingar.
- Ekki þarf að halda sömu hópaskiptingu í íþróttastarfi eins og er í grunnskólastarfi.
- Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi.
- Leikskólabörn og börn í 1.-4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.-10. bekk að hámarki 25 saman
- Grímuskylda þjálfara gildir gagnvart börnum í 8.-10. bekk sé ekki mögulegt að viðhafa 2m fjarlægðarreglu.
- Börn í 1.-7. bekk eru undanþegin grímuskyldu, sé ekki unnt fyrir börn í 8.-10. bekk að viðhafa 2m fjarlægðarreglu utan æfingasvæðis ber þeim að nota grímu.