ÍSÍ birtir tölfræði yfir iðkanir árið 2019
ÍSÍ birtir árlega tölfræði úr starfsskýrslum sem allar einingar innan ÍSÍ skila til sambandsins um umfang íþróttahreyfingarinnar, kynjaskiptingu, aldursdreifingu, íþróttagreinar og íþróttahéruð.
ÍSÍ hefur nú birt skýrslu með tölfræði fyrir árið 2019 og þar sést að knattspyrna er sú íþrótt á Íslandi sem er með flestar iðkanir, eða 29.998 iðkanir. Næst kemur Golfsamband Íslands með 21.215 iðkanir.
Iðkun segir til um fjölda iðkana í hverju félagi, íþróttagrein eða innan íþróttahéraðs. Hver einstaklingur getur verið iðkandi í mörgum greinum og jafnvel er hægt að telja sama einstaklinginn oftar en einu sinni í hverri íþróttagrein, svo framarlega sem hann stundar greinina með fleiri en einu félagi.
Áhugasamir geta farinn inn á vef ÍSÍ hér að neðan til að fletta í myndrænni tölfræði íþróttahreyfingarinnar úr gögnum síðasta árs.