KSÍ II þjálfaranámskeið kennt á netinu
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu mun KSÍ II þjálfaranámskeiðið vera með breyttu sniði þetta árið. Ekki er unnt að kenna það á staðnum en þess í stað verður öll bókleg kennsla á netinu, í gegnum Microsoft Teams. Verkleg kennsla mun svo fara fram þegar betur árar og unnt verður að kalla hópa saman til kennslu.
Áfram verður boðið upp á tvær dagsetningar. Annars vegar laugardaginn 28. nóvember (skráningu lýkur laugardaginn 21. nóvember) og hins vegar laugardaginn 5. desember (skráningu lýkur laugardaginn 28. nóvember). Hér fyrir neðan er að finna tvær slóðir þar sem hægt er að skrá sig á fyrrnefnd námskeið.
KSÍ hefur hafið samstarf við Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Samstarfið gerir fræðsludeild KSÍ kleift að bjóða þjálfurum upp á aðgang að Canvas kennsluforritinu. Þar munu fyrirlestrar birtast einni viku fyrir námskeið og þeir þjálfarar sem hyggjast taka námskeiðið hafa viku til að horfa á fyrirlestrana, svara spurningum og undirbúa umræðuefni sem farið verður í þegar hópurinn kemur saman á Teams.
Laugardaginn 28. nóvember mun fyrri hópurinn koma saman á Teams þar sem áherslan verður á umræður um fyrirlestra námskeiðsins. Síðari hópurinn kemur svo saman laugardaginn 5. desember. Fylgst verður með framvindu þátttakenda í aðdraganda námskeiðsins, hverjir eru búnir að horfa á fyrirlestrana, hverjir eru búnir að svara spurningum úr fyrirlestrunum o.s.frv.
Námskeiðsgjald er 21.000 kr.
Skráning á KSÍ II námskeið 28. nóvember (skráningu lýkur 21. nóvember)
Skráning á KSÍ II námskeið 5. desember (skráningu lýkur 28. nóvember)