Íþróttastarf barna heimilt frá 18. nóvember
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis sem fela í sér varfærnar tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum, eins og kemur fram í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Breytingarnar taka gildi 18. nóvember. Þær eru helstar að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný.
Í minnisblaði sóttvarnalæknis til ráðherra leggur hann til að hægt verði farið í allar tilslakanir á næstunni. Breytingarnar sem taka gildi miðvikudaginn 18. nóvember eru m.a. eftirfarandi:
Æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti. Til að slíkt starf geti farið fram eru engar takmarkanir settar varðandi blöndun milli hópa. Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Leikskólabörn og börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman.
Skoða nánar á vef Stjórnarráðsins
Frá ÍSÍ:
Helstu breytingarnar sem snúa að íþróttahreyfingunni eru að æfingar barna- og ungmenna fædd 2005 og síðar með og án snertingar verða heimilar á ný jafnt inni sem úti. Athugið að einungis er miðað við að æfingar verði heimilar. Verið er að skoða með hvort og þá hvenær gefin verði heimild fyrir keppni. Engar takmarkanir eru settar varðandi blöndun milli hópa. Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Leikskólabörn og börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman. Tveggja metra nándarmörk þarf að virða á milli þjálfara og iðkenda ef það er ekki er unnt að virða 2m. regluna ber að nota andlitsgrímu. Eftir sem áður gilda almennar sóttvarnarráðstafanir.
Íþróttir fullorðinna fæddra 2004 og fyrr, þar með taldar æfingar og keppnir, hvort sem er innan eða utandyra, með eða án snertingar, eru óheimilar.
Gildistími reglugerðanna er frá 18. nóvember til og með 1. desember næstkomandi.