• fim. 12. nóv. 2020

Landsbankinn bakhjarl KSÍ til næstu fjögurra ára

Mynd - Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans

Landsbankinn og Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) hafa skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning til næstu fjögurra ára.

Landsbankinn hefur stutt vel við knattspyrnuhreyfinguna um árabil og með nýjum samningi verður Landsbankinn því áfram einn helsti bakhjarl íslenskrar knattspyrnu og allra landsliða Íslands.

Í sameiningu munu KSÍ og Landsbankinn halda áfram að vinna að því markmiði að auka áhuga á knattspyrnu og efla grasrótarstarf um land allt. Áfram verða veitt háttvísiverðlaun í nafni samningsaðila á opnum mótum yngri flokka.

Landsbankinn hefur verið leiðandi á vettvangi samfélagsábyrgðar og sjálfbærni á síðustu árum. Samkvæmt nýjum samningi mun bankinn veita KSÍ aðstoð og ráðgjöf við mótun stefnu í samfélagslegri ábyrgð sambandsins.